UMSAGNIR
Það er ómetanlegt bæði fyrir mig og ykkur sem eruð að huga að því að koma til mín bæði í Andlega Einkaþjálfun, á námskeið og/eða í Access Bars
Hér neðar eru ummæli frá nokkrum þeirra sem hafa komið til mín í Andlega Einkaþjálfun, á námskeið byggt á jákvæðri sálfræði og í Access Bars orkumeðferð
Andleg Einkaþjálfun
Mér fannst andlega einkaþjálfunin hjá Kolbrúnu Ýr æðisleg. Ég er svo ánægð að hafa tekið þetta verkefni að mér og verið svo heppin að fá að gera það. Var alltaf mjög sátt eftir hvern einasta tíma hjá henni og leið alltaf betur eftir tímana með henni. Verkefnin líka mjög góð og fær mann til að líta inná víð og verða aðeins betri manneskja fyrir sjálfan sig og aðra. Hún kom líka oft með dæmi úr sínu eigin lífi eða einhverju sem hún þekkti sem mér finnst frábært því þá líður manni eins og maður sé alls ekki einn í þessu og að allir gera mistök. Ég myndi mæla með andlegra einkaþjálfun hjá Kolbrúnu fyrir alla! Ég allavega gæti ekki verið sáttari með þetta og hafði ekki hugmynd um hvað ég þurfti mikið á þessu að halda.
- Natalía Rut -
Andleg einkaþjálfun hjá Kolbrúnu er eitt áhrifamesta sem ég hef gert fyrir mitt sjálf. Ég lærði og tileinkaði mér svo margt sem gerir mig að sterkari og betri leikmanni í lífinu. Eftir andlega einkaþjálfun hjá Kolbrúnu er ég betur í stakk búin til að takast á við allskonar aðstæður og tilfinningar sem upp koma en áður, ég er sterkari og stend með mér og öllu því sem ég er og stend fyrir. Kolbrún hjálpaði mér að kynnast sjálfri mér á öðru leveli, virða og elska mig fyrir það og verða betri útgáfa af mér sjálfri útá við. Takk fyrir mig elsku Kolbrún Ýr ❤
- Sigrún Ágústa -
Andleg Einkaþjálfun
Kolbrún Ýr, var og er dásamleg. Hún er stórkostlegur hlustari, empath og hvetjandi. Hún er fljót að sjá heidarmyndina og leiða samtalið frá verkefni til úrlausnar og vinnslu. Yndisleg, heldur rými vel, bæði online og live ❤ Mér fannst frábært hvernig þetta er sett upp... snilldarútfærsla á allri þessari þjálfun og ekki of stór verkefni. Þessar vikur og mánuðir ... jeminn ... takk fyrir dásamlegt rými, hluttekningu, hlustun, virðingu og kærleika sem þú veittir ... og endalausa þolinmæði.
Kærleikur, ljós og ást til þín elsku Kolbrún Ýr ❤ ❤ ❤
- Rósa Matt -
Andleg einkaþjálfun hjá Kolbrúnu Ýr hafði mikil og góð jákvæð áhrif á líf mitt. Það var einstaklega lærdómsríkt að fara í gegnum þetta verkefni með henni. Hver tími opnaði á eitthvað nýtt með nýrri nálgun sem var dýrmætt. Kolbrún er virkilega næmur og góður hlustandi. Hún er og góður leiðbeinandi sem gefur ekki rétt svör heldur spyr réttra spurninga sem leiðir viðkomandi á góðan stað. Andleg einkaþjálfun hjá Kolbrúnu hefur hjálpað mér að verða betri manneskja og sterkari fyrir vikið. Takk fyrir þetta skemmtilega ferðalag elsku Kolbrún Ýr
-Sigga Hrönn-
Námskeið byggt á jákvæðri sálfræði
"Á námskeiðinu hjá Kolbrúnu kynnist maður ýmsum jákvæðum inngripum sem er gott fyrir alla að tileinka sér til þess njóta lífsins betur. Bráðnauðsynlegt að þjálfa andlegu hliðina jafnt og þá líkamlegu. Mæli 100% með þessu námskeiði hjá Kolbrúnu sem er með hlýja og hvetjandi nærveru." Brynja Emilsdóttir
"Stórkostleg breyting á hugarfari, núvitundin hjálpar svo mikið að líða vel í eigin skinni. Kvíði minnkar. Hamingjan eykst. Ég kann að meta það sem ég á og hef og hvað skiptir mestu máli. Hjálpaði mér að elska mig eins og ég er. Held að ég þurfi stöðugt að vera á svona námskeiði. Ég er miklu jákvæðari og er farin að sniðganga neikvætt fólk og neikvæðni. Nú veit ég hvað skiptir máli ❤"Gerða Gunnarsdóttir
"Frábært, fjölbreytt og fróðlegt námskeið. Ég á örugglega eftir að nýta mér margt sem ég lærði á því í framtíðinni :)" Hulda Sverrisdóttir
"Námskeiðið var vel undirbúið og verkefnavalið frábært. Okkur var haldið vel við efnið og gefin góð ráð. Fundirnir voru innihaldsríkir og gáfu okkur gott veganesti fyrir þær hugleiðingar og verkefni sem við síðan unnum. Hugleiðingarnar voru frábær leið til að íhuga ýmsa hluti sem maður hugsar ekki svo mikið um dags daglega. Að iðka núvitund daglega er eitthvað sem ég á eftir að halda áfram og gera að lífsstíl." Hanna Júlía Kristjánsdóttir
"Ég er mjög ànægð með nàmskeiðið og fannst frábært að kynnast núvitundaræfingunum og iðka þær. Fræðslan var áhugaverð og skemmtileg og hjálpaði mér að fókusera á jákvæðar hugsana og hegðunar breytingar. Ég mæli með námskeiðinu til að hlúa að sjálfum sér og að vinna vel æfingarnar sem laggðar eru fyrir." Inga Vigdís Baldursdóttir