Acerca de
3 vikna námskeið í september - hefst þriðjudaginn 13. sept
Tímarnir eru á þriðjudögum og föstudögum kl. 12-13 í Eden Yoga Rafstöðvarvegi 1a.
Orkujöfnun / Róa taugakerfið / Djúpslökun með Yoga Nidra
Námskeiðið er ætlað þeim sem langar að æfa sig í að ná betri slökun, róa taugakerfið sitt og upplifa innri ró líkama og hugar. Á námskeiðinu lærir þú að róa taugakerfið þitt með æfingum sem eru einfaldar og hjálpa líkamanum þínum að læra að slaka betur á. Þú lærir einnig orkuæfingar sem aðstoða þig í að halda orkunni þinni í meira jafnvægi yfir daginn, sem þú getur nýtt þér í þínu daglega lífi. Þú lærir öndunaræfingar sem hjálpa þér að róa taugakerfið þitt og þú upplifir djúpa slökun með leiddri hugleiðslu sem Yoga Nidra, oftast kallaður jógískur svefn veitir þér.
Þú mætir í þægilegum fötum og leyfir mér að leiða þig í endurnærandi klukkustund:
- orkuæfingar, byggt á fræðum orkulækninga
- æfingar í öndun
- æfingar til að róa taugakerfið þitt
- 30 mínútna Yoga Nidra endurnærandi slökun.
Verð: 19.900 kr.
Þú skráir þig og greiðir í gegum Eden Yoga síðuna hér.
Um áhrif Yoga Nidra:
Yoga Nidra er mótefni gegn okkar hraða, vestræna lífsstíl þar sem taugakerfið okkar er sífellt þanið. Þetta snýst þó ekki bara um að vinda ofan af sér – þetta snýst um að vakna.
Allir geta iðkað Yoga Nidra! Flestir kunna ekki að slaka á. Okkur langar til þess en kunnum það ekki. Við gerum yfirleitt allt annað en að leita inn á við. Við umkringjum okkur áreiti (hljóð, mynd, tilfinningar). Þeir sem eiga í erfiðleikum með að sleppa takinu (af hugsunum, tilfinningum) fá mest út úr þessari iðkun. Einnig gott fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með svefn, eru að glíma við afleiðingar áfalla, kulnun, kvíða eða þunglyndi/depurð. Gott fyrir þá sem hafa áhuga á hugleiðslu en hefur ekki gengið vel.
Sýnilegustu áhrifin eru djúp slökun taugakerfis og heilun líkamans þar sem hann nær að slaka og endurnæra sig – eitthvað sem við náum aldrei að gera í hraða hins daglega lífs.
Yoga Nidra er hin öflugasta leið sem til er til að ná djúpri slökun án þess að nota lyf.
Róar taugakerfið
Slakar á hjarta og vöðvum Gefur okkur djúpa slökun Dregur úr svefnþörf
Dýpkar sjálfsmeðvitund
Gott við háum blóðþrýstingi, magasári, blóðrásarvandamálum, streitu, og kvillum sem tengjast hækkandi aldri.
Aðrir kostir eru minnkuð streita, betri svefn, léttir á verkjum, jákvæðara fas, betri einbeiting, meira tilfinningalegt jafnvægi.
Yoga Nidra losar okkur við streitu og sársauka. Það hjálpar við svefnleysi eða svefntruflunum og kvíða. Það getur létt á sálfræðilegum kvillum. Það eykur sköpunargáfu og þjálfar hugann. Það fyllir þig orku og gefur þér sjálfstraust. Það hreinsar hugann og undirbýr þig fyrir hugleiðslu.